Matsmaður er fenginn til að skoða húsnæði fyrir kaupanda. Þetta er þjónusta sem farið er að nota hér á landi en er algild á Norðurlöndunum.


Ef kaupandi er efins um kaupin þarf hann aðeins að undirskrifa kauptilboðið „Með fyrirvara um skoðun“ og getur þá látið skoða fyrir sig áður en endalega er gengið frá málunum, yfirleitt er þetta gert innan 7-10 daga eftir gerð kauptilboðs.


Mjög hefur fjölgað beiðnum kaupenda um ástandsskoðun áður en tilboð eru gerð því þá er kaupandi óbundinn seljanda. Einnig hefur fjölgað beiðnum um gróft kostnaðarmat á meintum göllum og matið lagt fram við kaupin og þá samið um helmingslækkun á þeim kostnaði.      


Úttekt vegna viðskilnaðar byggingaraðila:

Þegar eign er keypt af byggingaraðila og frágangur ekki eins og hann á að vera, getur kaupandi kallað til matsmann sem leggur mat á frágang eignarinnar og gerir áætlun um kostnað við úrbætur ef þarf.


Hafa samband

 

Úttekt vegna kaupa – ástandsskoðun:

Úttekt vegna kaupa

eða viðskilnaðar

á húsnæði