caption
caption
caption
caption
caption
caption
caption
caption
caption
caption

Láttu okkur skoða fyrir þig!

Við erum sérfræðingar
í fasteignaskoðun

ÁSTANDSSKOÐUN | FASTEIGNASKOÐUN | RAKAMÆLINGAR/MYGLUSKOÐUN

Kostnaðaráætlanir | Kostnaðarmat | Dómsmat | Söluskoðun

OKKAR ÞJÓNUSTA

Við sérhæfum okkur í að ástandsskoða fasteignir af öllum stærðum og gerðum.

 

Ástandsskoðun er mjög mikilvæg í nútíma þjóðfélagi vegna þeirra fjölmörgu þátta sem geta komið upp við t.d. sölu, kaup, leigu, byggingu, breytingar eða aðra þætti húsbygginga.

 

Við framkvæmum ítarlega skoðun á fasteignum og gerum lýsingu á ástandi þeirra í ítarlegri skoðunarskýrslu með tilliti til eðli byggingarhluta og einnig til laga, reglugerða og opinberra gagna.

 

Unnið er eftir viðurkenndum aðferðum sem eru kenndar við Háskólann í Reykjavík. Réttindi frá Háskólanum í Reykjavík.

FASTEIGNA SKOÐUN

Ástandskoðum og metum fasteignir

Rakamælingar og myglu-prófanir

Hraðskoðun
og tjónamat

Ítarlegar skýrslur fylgja skoðnum

Sími: 820 4410 Reynir

Ástandsskoðun

Hverjir þurfa ástandsskoðun?

Hvað segja lögin?

Ástandsskoðun

Matsmaður er fenginn til að skoða húsnæði fyrir kaupanda. Þetta er þjónusta sem farið er að nota hér á landi en er algild á Norðurlöndunum.

 

Ef kaupandi er efins um kaupin þarf hann aðeins að undirskrifa kauptilboðið „Með fyrirvara um skoðun“ og getur þá látið skoða fyrir sig áður en endalega er gengið frá málunum, yfirleitt er þetta gert innan 7-10 daga eftir gerð kauptilboðs.

 

Mjög hefur fjölgað beiðnum kaupenda um ástandsskoðun áður en tilboð eru gerð því þá er kaupandi óbundinn seljanda. Einnig hefur fjölgað beiðnum um gróft kostnaðarmat á meintum göllum og matið lagt fram við kaupin og þá samið um lækkun á þeim kostnaði.

 

Úttekt vegna viðskilnaðar byggingaraðila:

Þegar eign er keypt af byggingaraðila og frágangur ekki eins og hann á að vera, getur kaupandi kallað til matsmann sem leggur mat á frágang eignarinnar og gerir áætlun um kostnað við úrbætur ef þarf.

Hverjir þurfa ástandsskoðun?

Kaupendur fasteigna, seljendur fasteigna, leigjendur fasteigna, leigusalar fasteigna, húseigendur og húsfélög.

 

Hvað kosta úrbætur?

Í framhaldi af ástandsskoðun er gert kostnaðarmat og gerð áætlun. Gerð kostnaðarmats er auka kostnaður.

 

Hvaða leiðir eru færar?

Tjón og skemmdir í húsum geta oft numið milljónum króna.

 

Ef kaupandinn á skaðabótakröfu þá er best að gera kröfu á seljanda en ef hann er eignalaus eða jafnvel orðinn gjaldþrota þá þarf fólk að leita í  tryggingu byggingarstjóra sem getur í sumum tilfellum verið erfitt.

 

Byggingarstjórar eru skyldaðir til að vera með ábyrgðartryggingu og í sumum tilfellum geta fasteignaeigendur þá átt bótakröfu sem tryggingafélag viðkomandi byggingarstjóra þarf að greiða.

Hvað segja lögin?

18. gr. Um galla á fasteign. Fasteign telst gölluð ef hún stenst ekki þær kröfur um gæði, búnað og annað sem leiðir af lögum þessum og kaupsamningi. Notuð fasteign telst þó ekki gölluð, nema ágallinn rýri verðmæti hennar svo nokkru varði eða seljandi hafi sýnt af sér saknæma háttsemi.

 

19. gr. Nánar um galla á fasteign. Fasteign telst gölluð ef hún: a. hentar ekki til þeirra afnota sem sambærilegar eignir eru venjulega notaðar til, eða b. hentar ekki til þeirra sérstöku afnota fyrir kaupanda sem seljanda var eða mátti vera kunnugt um þegar kaupsamningur var gerður. Þetta gildir þó eigi ef kaupandi byggði ekki á þekkingu eða mati seljanda á eiginleikum eignarinnar eða skorti réttmæta ástæðu til þess. Í neytendakaupum skal ástand og búnaður fasteignar eða hluta hennar vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í lögum, stjórnvaldsreglum eða fyrirmælum reistum á þeim er voru í gildi þegar fasteign eða hlutar hennar voru byggðir eða endurbyggðir. Þetta gildir þó ekki ef kaupandi byggði ekki á þekkingu eða mati seljanda á eiginleikum eignarinnar eða skorti réttmæta ástæðu til þess.

 

20. gr. Tímamark við mat á galla. Við mat á því hvort fasteign telst gölluð skal miða við það tímamark er hún flyst yfir í áhættu kaupanda skv. 12. gr. eða samkvæmt samningi. Um galla getur þó verið að ræða þótt hann eða afleiðingar hans komi í ljós síðar. Seljandi ber ábyrgð á galla, sem fram kemur síðar, ef orsakir gallans eru vanefndir af hans hálfu. Sama á við ef seljandi hefur með ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum hætti tekist á hendur ábyrgð á eiginleikum eða öðrum kostum fasteignar í tiltekinn tíma.

PANTA SKOÐUN

Submitting Form...

The server encountered an error.

Pöntun send

VERÐLISTI

HVAÐ SEGJA VIÐSKIPTA-VINIRNIR

"Ástandsskoðunin sparaði okkur um mörg hurdruð þúsund þegar við keyptum nýju íbúðina okkar."

 

Jón Jónsson

Verðskrá gildir fyrir höfuðborgarsvæðið

 

Öll verð innihalda skoðun, og skýrslugerð.

 

Skila skýrslu heim til kaupanda eða á PDF formi.

Skýrslan er myndskreytt, unnin á tölvu og er í einu eintaki.

 

Skoðun á íbúð

- ca.   70-100m2 með bílskúr    78.500 kr. án VSK

- ca. 100-170m2 með bílskúr    89.500 kr. án VSK

- ca. 170-250m2 með bílskúr    99.500 kr. án VSK

 

Hraðskoðun

Gengið um með kaupanda.     37.000 kr. án VSK

 

Skýrsla fylgir ekki með hraðskoðun.

 

Ódýrari skoðun, engar myndir teknar og engin tölvuvinna. Viðskiptavinur fær í hendur útfyllt eyðublað í tvíriti þar sem ástandi eignar er lýst. Skoðunarmaður heldur eftir einu eintaki. Skýrslan afhent á staðnum gegn greiðslu.

 

Reikningur kemur í heimabanka frá Byggingastjóranum ehf kt 6102071380

 

Útkall

Verð fyrir útkall   37.000 kr. án VSK

 

Akstur

Akstursgjald 2.500 kr.  bætist við skoðunargjald.

 

Gerum tilboð í stærri verk

 

öll verð og tilboð eru án VSK

 

HAFÐU SAMBAND

Submitting Form...

The server encountered an error.

Fyrirspurn send

HEIM

SAMBAND

VERÐSKRÁ

PANTA

ÞJÓNUSTA

Sími:   |  820 4410  Reynir  |  Grensásvegi 50, 3 hæð  |  108 Reykjavík

FASTEIGNASKOÐUN

Grensásvegi 50, 3. hæð, 108 Reykjavík

 

Sími: 820 4410 Reynir

 

Friðhelgisstefna

 

reynir@fasteignaskodun.is

 

www.fasteignaskodun.is